Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun ekki leika með Manchester United á yfirstandandi leiktíð, hið minnsta.
Greenwood er undir rannsókn félagsins en hann var handtekinn í janúar á síðasta ári og svo ákærður snemma á þessu ári fyrir líkamsárás, tilraun til nauðgunar og lífslátshótanir í garð fyrrverandi unnustu sinnar.
Málið var hins vegar látið niður falla eftir að lykilvitni drógu framburð sinn til baka en til stóð að hann myndi mæta fyrir dóm í nóvember á þessu ári.
Hefur hann verið í banni hjá félaginu frá handtökunni. Eftir að málið var látið niður falla hefur United rannsakað málið innan sinna raða, áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref.
Sú rannsókn mun taka sinn tíma og Daily Mail greinir frá að Greenwood muni ekki spila með liðinu á yfirstandandi leiktíð.