Marsch að taka við botnliðinu

Jesse Marsch er að taka við botnliði Southampton.
Jesse Marsch er að taka við botnliði Southampton. AFP/Oli Scarff

Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch mun taka við stjórnartaumunum hjá Southampton eftir að Nathan Jones var látinn taka pokann sinn á sunnudag.

The Athletic greinir frá.

Marsch var sjálfum vikið úr starfi knattspyrnustjóra hjá Leeds United fyrir rúmri viku og er því ekki lengi að finna sér nýtt starf.

Southampton er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti, eftir að hafa tapað sjö af átta leikjum sem Jones stýrði í deildinni.

Marsch ræddi við Southampton í gær og vill félagið ganga frá ráðningunni sem fyrst svo hann geti verið á hliðarlínunni fyrir næsta leik liðsins, gegn Chelsea í deildinni næstkomandi laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert