Vorum líkari sjálfum okkur

Jürgen Klopp í gærkvöldi.
Jürgen Klopp í gærkvöldi. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var himinlifandi með 2:0-sigur liðsins á Everton í Liverpool-borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Liverpool hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og var um fyrsta deildarsigur liðsins á nýju ári að ræða.

„Okkur leið eins og þetta væri nær því sem við eigum að okkur, við vorum líkari sjálfum okkur. Þessi úrslit eru þvílíkur léttir,“ sagði Klopp í samtali við markaþátt BBC, Match of the Day, eftir leik í gær.

Sigurinn var afar sanngjarn þar sem Liverpool skapaði sér fjölda færa á meðan Everton komst lítt áleiðis.

„Því betur sem þú spilar því líklegra er að þú skorir. Frammistaðan í heild sinni var gífurlega mikilvæg fyrir okkur því við þurftum að koma með yfirlýsingu,“ bætti Þjóðverjinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert