City á toppinn eftir sigur á Arsenal

Jack Grealish fagnar marki sínu í kvöld.
Jack Grealish fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Arsenal, 3:1, í toppslag deildarinnar á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld. Fyrir leik var Arsenal á toppi deildarinnar en með sigrinum komst City á toppinn.

Kevin De Bruyne fagnar því að hafa komið City yfir …
Kevin De Bruyne fagnar því að hafa komið City yfir í leiknum. AFP/Ian Kington

Fyrri hálfleikurinn var með skemmtilegra móti og fengu bæði lið góð færi. Kevin De Bruyne kom City yfir á 24. mínútu en hann komst þá inn í lausa sendingu Takehiro Tomyiasu til baka og kláraði frábærlega yfir Aaron Ramsdale í marki Arsenal. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu eftir rúmlega 40 mínútur þegar Eddie Nketiah komst inn fyrir vörn Arsenal og Ederson, markvörður City, tók hann niður. Nketiah var í þröngu færi en úthlaup Ederson var ekki gott og vítaspyrna dæmd. Bukayo Saka fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Nathan Aké svo sláarskot en skalli Rodri fór af tánni á Aké og í þverslánna af stuttu færi. Staðan í hálfleik var því 1:1.

Bukayo Saka jafnar metin úr vítaspyrnu.
Bukayo Saka jafnar metin úr vítaspyrnu. AFP/Glyn Kirk

Seinni hálfleikurinn var aðeins lokaðri en sá fyrri en minna var um góð færi. Á 72. mínútu komst City aftur yfir en Jack Grealish skoraði þá með góðu skoti frá vinstra vítateigshorni. Gabriel átti þá slaka hreinsun sem leiddi til þess að Ilkay Gundogan fékk boltann og lagði hann út til vinstri á Grealish.

Erling Haaland skoraði þriðja mark City í leiknum.
Erling Haaland skoraði þriðja mark City í leiknum. AFP/Glyn Kirk

Á 82. mínútu var það svo markavélin Erling Braut Haaland sem skoraði þriðja mark City í leiknum en hann fékk boltann þá frá Kevin De Bruyne eftir góðan undirbúning hans og Gundogan, tók eina snertingu og kláraði vel með hægri fæti í vinstra hornið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 3:1 fyrir gestunum frá Manchester.

Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki liðsins.
Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki liðsins. AFP/Ian Kington

Eins og áður kom fram er City því komið á topp deildarinnar en liðið er með 51 stig, líkt og Arsenal. Lundúnaliðið á þó leik til góða og getur því endurheimt toppsætið þegar sá leikur verður spilaður.

Arsenal 1:3 Man. City opna loka
90. mín. Eddie Nketiah (Arsenal) á skot framhjá Aftur fær Nketiah hörku skallafæri! Góð fyrirgjöf og Nketiah er aleinn en hann nær bara ekki að stýra þessu á markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert