Íransk-bandaríski milljarðamæringurinn Jahm Najafi undirbýr nú tilboð upp á 3,1 milljarð punda fyrir kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur.
Najafi er framkvæmdastjóri MSP Sports Capital, sem fjárfestir í íþróttafélögum og –deildum, og vinnur nú að því að leggja fram tilboð í Tottenham ásamt hópi fjárfesta sem eru aðallega frá Abú Dabí.
MSP mun leggja til 70 prósent af upphæðinni og fjárfestarnir frá Miðausturlöndum, flestir frá Abú Dabí, munu leggja til 30 prósent.
Reiknað er með því að tilboðið verði formlega lagt fram á næstu vikum.