Mörkin: Toppslagurinn bauð upp á allt

Manchester City tyllti sér á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Arsenal í kvöld.

Leiknum lauk með sigri City, 3:1, en það voru þeir Kevin De Bruyne, Jack Grealish og Erling Haaland sem skoruðu mörk Englandsmeistaranna.

Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða en liðin eru jöfn að stigum á toppnum en City er með betri markatölu en Arsenal.

Leikur Arsenal og Manchester City var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert