Bandaríski knattspyrnustjórinn Jesse Marsch tekur ekki við Southampton, eins og margir breskir miðlar hafa greint frá undanfarna daga.
Þetta kemur fram á Telegraph. Southampton leitar nú að stjóra til að taka við af Nathan Jones, sem var rekinn eftir tap gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Félagið ræddi við Marsch, en þær viðræður hafa nú siglt í strand, þar sem félagið er ekki reiðubúið að gefa þeim bandaríska langtímasamning.
Ruben Selles mun því stýra Southampton-liðinu gegn Chelsea um helgina, áður en ákvörðun um næstu skref verður tekin.