Arsenal og Manchester City mætast í sannkölluðum toppslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Arsenal hefur verið á toppnum hér um bil allt tímabilið til þessa en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City hafa að undanförnu saxað á forskotið og skilja aðeins þrjú stig liðin að fyrir leik kvöldsins.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 og fer fram á Emirates-vellinum.
Í myndskeiðinu hér að ofan er farið yfir hvernig liðunum tveimur hefur reitt af í deildinni hingað til, með tilheyrandi glæsilegum mörkum.
Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.