„Á einhver bjór?“

Kevin De Bruyne fagnar marki sínu gegn Arsenal.
Kevin De Bruyne fagnar marki sínu gegn Arsenal. AFP/Ian Kington

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað í toppslag Arsenal og Manchester City sem fram fór á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær.

Leiknum lauk með sigri City, 3:1, en Kevin De Bruyne kom Manchester City yfir með marki á 24. mínútu eftir vandræðagang í vörn Arsenal.

De Bruyne var svo skipt af velli á 87. mínútu fyrir Kalvin Phillips en þegar að De Bruyne var að ganga af velli köstuðu stuðningsmenn Arsenal bjórglasi í áttina að belgíska miðjumanninum.

Belginn birti mynd af atvikinu á samfélagsmiðlinum Instagram með skemmtilegum texta.

„Á einhver bjór?“ skrifaði De Bruyne við myndina en City er nú jafnt Arsenal að stigum á toppi deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert