Verður ekki með í mikilvægum leik

Dominic Calvert-Lewin hefur glímt við þrálát meiðsli á tímabilinu.
Dominic Calvert-Lewin hefur glímt við þrálát meiðsli á tímabilinu. AFP

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin verður ekki með Everton er liðið mætir Leeds á heimavelli í mikilvægum leik í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Leikmaðurinn er að glíma við meiðsli, en hann hefur verið mikið frá að undanförnu vegna meiðsla.

Leeds er í 17. sæti með 19 stig, einu stigi á undan Everton, sem er í 18. sæti, sem er fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert