Dæmir aldrei aftur í ensku úrvalsdeildinni

Lee Mason dæmir aldrei aftur í ensku úrvalsdeildinni.
Lee Mason dæmir aldrei aftur í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Knattspyrnudómarinn Lee Mason mun ekki dæma aftur í ensku úrvalsdeildinni eftir dýrkeypt mistök er hann sá um myndbandsdómgæsluna í leik Arsenal og Brentford um síðustu helgi.

Brentford jafnaði metin undir lok leiksins, í leik sem endaði 1:1. Markið átti aldrei að standa vegna rangstöðu, en Mason gleymdi að teikna rangstöðulínuna í VAR-herberginu og fékk markið að standa.

Eftir fundarhöld í kjölfar leiksins hefur Mason komist að samkomulagi við enska dómarasambandið um að hann láti af störfum í ensku úrvalsdeildinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert