Nokkur glæsileg mörk litu dagsins ljós í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla sem fór fram um síðustu helgi.
Leicester City vann Tottenham Hotspur 4:1 og eru þrjú marka Leicester á meðal þeirra fallegustu í umferðinni.
Willian skoraði stórkostlegt mark fyrir Fulham gegn Nottingham Forest, Joao Félix skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea gegn West Ham United og argentínski táningurinn Alejandro Garnacho skoraði einkar laglegt mark fyrir Manchester United gegn Leeds United.
Fallegustu mörk 23. umferðar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.