Enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest hefur virkjað klásúlu í lánssamningi við nýsjálenska framherjann Chris Wood um að festa alfarið kaup á honum frá Newcastle United.
Wood hefur leikið þrjá leiki fyrir nýliða Forest í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann kom að láni í janúar síðastliðnum og greiðir félagið 15 milljónir punda fyrir hann.
Klásúlan kvað á um að ef Wood léki þrjá leiki myndi Forest þurfa að kaupa sóknarmanninn stóra og stæðilega, sem er 31 árs gamall.
Hann hefur komið víða við á ferlinum og til að mynda leikið með Burnley, Leeds United, Ipswich Town, Leicester City, Millwall, Bristol City, Birmingham City, Brighton & Hove Albion, Barnsley og West Bromwich Albion í efstu þremur deildunum á Englandi.
As per @FabrizioRomano... Chris Wood has triggered the buy-clause in his loan deal from Newcastle after playing 3 times.#NFFC #NUFC pic.twitter.com/1beB6slVJi
— BBC Nottingham Sport (@BBCRNS) February 17, 2023