Joseph Watts, 35 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, játaði í dag fyrir rétti í Lundúnum að hafa ráðist á Aaron Ramsdale, markvörð Arsenal, á meðan leik liðanna stóð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þann 15. janúar síðastliðinn.
Watts ruddi sér leið úr áhorfendastúkunni á Tottenham Hotspur-vellinum, komst fram hjá öryggisvörðum og yfir auglýsingaskilti þar sem hann sparkaði í bak Ramsdales.
Staðan var þá 2:0 fyrir Arsenal, sem urðu lokatölur.
Stuðningsmaðurinn játaði sök í öllum ákæruliðum. Auk þess að játa líkamsárás játaði Watts að hafa fleygt fjórum peningum inn á völlinn og að hafa farið á bannsvæði í grennd við völlinn.
Watts hafði áður verið úrskurðaður í ævilangt bann frá Tottenham Hotspur-vellinum af félaginu.