Toppliðin kærð af enska knattspyrnusambandinu

Leikmenn Arsenal umkringja Anthony Taylor dómara í leiknum á miðvikudagskvöld.
Leikmenn Arsenal umkringja Anthony Taylor dómara í leiknum á miðvikudagskvöld. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra bæði Arsenal og Manchester City fyrir óviðeigandi hegðun leikmanna í toppslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöld.

Leikmönnum beggja liða er gefið að sök að hafa umkringt dómara leiksins nokkrum sinnum í leiknum.

Arsenal er sagt hafa umkringt dómarann á 56. mínútu og Man. City á 42. og 64. mínútu.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Man. City, sem hafði með því sætaskipti við Arsenal og fór á toppinn.

Bæði félög hafa til 21. febrúar til þess að bregðast við kæru knattspyrnusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert