Dramatískur sigur Arsenal sem fór aftur á toppinn

Leandro Trossard og Matty Cash eigast við í leiknum í …
Leandro Trossard og Matty Cash eigast við í leiknum í dag. AFP/Geoff Caddick

Arsenal hafði betur gegn Aston Villa, 4:2, í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. 

Asenal er nú á toppi ensku deildarinnar með þriggja stiga forystu á Manchester City sem á þó leik inni.

Aston Villa byrjaði vel og komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Ollie Watkins fékk sendingu upp völlinn frá Matty Cash, þar mætti hann Saliba sem reyndi að minnka skotvinkilinn en Watkins náði góðu skoti sem fór framhjá Saliba og Ramsdale og endar inni, 1:0 fyrir heimamönnum.

Arsenal skipti um gír eftir markið og tíu mínútum síðar jafnaði Saka metin fyrir Arsenal. Tyrone Mings skallar boltann inn í miðjan teiginn, boltinn skoppaði beint fyrir Saka sem setur hann í fyrstu snertingu í netið, 1:1. 

Aston Villa komst aftur í forystu á 31. mínútu eftir skyndisókn. Moreno sendi hann fyrir markið og þar var Emiliano Buendia í færi. Hann lét boltann fara undir sig en dró þó varnarmann til sín. Fyrir aftan hann stóð Philippe Coutinho, einn í frábæri stöðu, og negldi honum í netið, 2:1. Coutinho að minna á sig en hann hefur ekki verið í byrjunarliði í deildinni síðan í október. 

Aftur jafnaði Arsenal en Oleksandr Zinchenko setti boltann í netið eftir hornspyrnu á 68. mínútu. Zinchenko stóð einn við vítateigslínu og hafði nægan tíma til að setja hann snyrtilega í nærhornið, 2:2. 

Leikurinnn var í járnum eftir það og Arsenal sótti hart, það var þó ekki fyrr en á 93. mínútu sem þeir fundu netið aftur þó með aðstoð Martínez. Jorginho setti þrumuskot í þverslánna en skotið fór þaðan í andlitið á Emiliano Martínez í markinu og inn, 3:2. Martínez var búin að tefja leikinn í þónokkurn tíma fyrir þetta og fékk spjald fyrir leiktafir á 84. mínútu þegar hann var að reyna að sækja stig fyrir liðið sitt. 

Á 97. mínútu fékk Aston Villa hornspyrnu og Martínez fór inn í teig til að freista þess að skora sitt annað mark, fyrir sitt lið. Það fór ekki svo þar sem Villa menn misstu boltann og Gabriel Martinelli geystist upp völlinn með Tyrone Mings á hælunum, hann náði ekki til hans og Gabriel setti hann auðveldlega inn í autt mark Aston Villa. Leikurinn fór því 4:2 fyrir toppliði Arsenal.

Aston Villa 2:4 Arsenal opna loka
90. mín. Jhon Durán (Aston Villa) á skot sem er varið Keyrir upp völlinn og endar í skoti sem Martinez ver út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert