Ríkjandi Englandsmeistara Manchester City fóru illa að ráði sínu í toppbaráttunni er þeir gerðu 1:1-jafntefli gegn nýliðum Nottingham Forest í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag. Chelsea tapaði á sama tíma fyrir botnliði Southampton, 0:1.
Í leik Forest og Man. City kom Bernardo Silva gestunum yfir á 41. mínútu og reyndist það sigurmarkið.
Á 84. mínútu jafnaði Chris Wood metin fyrir heimamenn og þar við sat.
Man. City er þar með áfram í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, sem á auk þess leik til góða.
Í leik Chelsea og Southampton náðu gestirnir forystunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar James Ward-Prowse skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, sem er svo sannarlega hans einkennismerki.
Þetta reyndist sigurmark leiksins.
Þrátt fyrir sigurinn er Southampton enn á botni deildarinnar sökum þess að hin liðin tvö sem voru einnig í botnsætum unnu einnig leiki sína í dag.
Everton hafði betur gegn Leeds United, 1:0, á þar sem Séamus Coleman skoraði sigurmark heimamanna á 64. mínútu.
Everton fór þannig upp úr fallsæti en Leeds fór niður í 19. sætið í staðinn.
Nýliðar Bournemouth gerðu þá afar góða ferð til Wolverhampton og lögðu heimamenn 1:0.
Marcus Tavernier skoraði sigurmarkið snemma í síðari hálfleik.
Með sigrinum fór Bournemouth upp úr fallsæti þar sem West Ham United fer niður í 18. sætið.
Brentford og Crystal Palace skildu jöfn, 1:1, í Lundúnaslag.
Eberechi Eze kom gestunum í Palace yfir á 69. mínútu en Vitaly Janelt jafnaði metin fyrir Brentford á sjöttu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Loks gerði Fulham góða ferð til Brighton og vann Brighton & Hove Albion með minnsta mun, 1:0.
Ísraelinn Manor Solomon skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.