Liverpool afgreiddi Newcastle á 20 mínútum

Tekst Liverpool að byggja á góðri frammistöðu gegn Everton í …
Tekst Liverpool að byggja á góðri frammistöðu gegn Everton í síðasta leik? AFP/Paul Ellis

Annað tap Newcastle í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu kom í kvöld er Liverpool lagði Newcastle, 2:0, á St. James' Park. 

Newcastle-menn voru sprækir í byrjun leiks en á tíundu mínútu tók til tíðinda. Þá sendi Trent Alexander-Arnold Darwin Núnez í gegn, hann tók boltann niður með kassanum og negldi honum í hornið, 1:0, og Liverpool komið yfir. 

Sjö mínútum síðar tvöfaldaði Cody Gakpo forystu Liverpool-manna er Salah sendi hann í gegn með vippsendingu og Hollendingurinn tók á móti boltanum og setti hann í netið, 2:0, og Liverpool í draumaheimi. 

Martröð Newcastle hélt áfram því á 22. mínútu var Nick Pope, markvörður liðsins, rekinn af velli. Þá sló hann í boltann utan teigs er hann reyndi að skalla hann og koma í veg fyrir að Salah kæmist í boltann. Dómarinn rak hann síðan af velli. 

Bæði lið fengu sín færi það sem eftir lifði leiks og Newcastle stóð ágætlega í Liverpool manni færri. Engin fleiri mörk litu þó dagsins ljós og því Liverpool sem fer með öll þrjú stigin heim.

Þetta er aðeins annað tap Newcastle í deildinni en það fyrra kom einnig gegn Liverpool. Newcastle er enn í fjórða sæti með 41 stig en Liverpool nálgast með 35 stig í áttunda sæti. 

Newcastle 0:2 Liverpool opna loka
90. mín. Diogo Jota (Liverpool) á skalla sem fer framhjá Frábær skalli en rétt framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert