Tilþrifin: Mörkin og rauða spjaldið

Margt gekk á er Liverpool vann Newcastle, 2:0, í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á St. James' Park í kvöld. 

Darwin Núnez kom Liverpool yfir á 10. mínútu með þrumuskoti og sjö mínútum síðar tvöfaldaði Cody Gakpo forystu þeirra rauðklæddu eftir góðan undirbúning frá Mohammed Salah. Á 22. mínútu fékk svo Nick Pope, markvörður Newcastle, rautt spjald. 

Mörkin, rauða spjaldið og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert