Topplið með topp karakter

Jürgen Klopp knúsar markvörð sinn Alisson eftir leik.
Jürgen Klopp knúsar markvörð sinn Alisson eftir leik. AFP/Oli Scarff

„Þetta er risastór sigur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 2:0 útisigur á Newcastle í kvöld.

„Þetta eru stórkostleg úrslit, við héldum hreinu og skoruðum tvö frábær mörk. Það er hinsvegar mikið sem við þurfum að bæta, helst á boltanum. Ég vildi að við hefðum gert það betur en að lokum er ég bara ánægður að við náðum sigrinum yfir línuna.“

Klopp hrósaði einnig Newcastle liðinu fyrir hvernig það spilaði einum færri.

„Gegn tíu mönnum spiluðum við ekkert sérstaklega vel. Newcastle hafði engu að tapa lengur og köstuðu öllu inn á völlinn. Maður sá þar að þeir eru topplið með topp karakter.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert