Tveir leikir frá Englandi beint á mbl.is

Manchester City sækir Nottingham Forest heim í dag.
Manchester City sækir Nottingham Forest heim í dag. AFP/Glyn Kirk

Tveir leikir í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verða sýndir beint hér á mbl.is í dag en þeir hefjast báðir klukkan 15.

Nottingham Forest tekur á móti Manchester City á City Ground í Nottingham og á Molineux í Wolverhampton eigast Wolves og Bournemouth.

Útsendingarnar hefjast klukkan 14.30 með upphitun á Símanum Sport og eru leikirnir sýndir á sérvefnum Enski boltinn hér á mbl.is. Flautað er til leikjanna klukkan 15.

Manchester City var á toppi deildarinnar fyrir leiki dagsins með 51 stig og betri markatölu en Arsenal en Nottingham Forest í 14. sæti með 24 stig. Wolves er með 23 stig í 15. sætinu og Bournemouth er í 19. og næstneðsta sæti með 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert