Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.
Á meðal þess sem þeir ræddu var hræðilegt tap Chelsea gegn botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag. Kallaði Gylfi frammistöðu Chelsea arfaslaka.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.