Harry Kane lagði upp annað mark Tottenham á Heung-min Son er liðið vann 2:0-sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Skoruðu þeir ófá mörkin á síðustu leiktíð eftir góðan samleik og endurtóku leikinn í dag. Emerson Royale hafði komið Tottenham í 1:0 eftir bakvarðarspil við Ben Davies.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.