Mörkin: Rashford sjóðandi

Ensku kantmennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho, leikmenn Manchester United, afgreiddu Leicester í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á Old Trafford í dag. Leiknum lauk 3:0, United í vil. 

Leicester-liðið byrjaði vel og fékk mikið af góðum færum en Rashford kom United yfir á 25. mínútu gegn gangi leiksins. Í seinni hálfleik var United mun sterkari aðilinn og bætti tveimur mörkum við. 

Mörkin og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert