Tilþrifin: Furðulegt sigurmark í 6 stiga leik

Everton vann gífurlega mikilvægan sigur á Leeds, 1:0, í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. 

Sigurmarkið skoraði reynsluboltinn og fyrirliðinn Seamus Coleman en hann blekkti Illan Meslier, markvörð Leeds, all hressilega. 

Sigurinn er afar þýðingarmikill fyrir þá bláklæddu sem eru nú í 16. sæti deildarinnar með 21 stig, tveimur meira en Leeds sem er í því 19.

Markið og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert