Tilþrifin: Jöfnunarmark á sjöttu mínútu uppbótartíma

Vitaly Janelt reyndist hetja Brentford þegar hann jafnaði metin í 1:1 seint í uppbótartíma gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Eberechi Eze hafði komið Palace yfir með laglegu skallamarki á 69. mínútu.

Janelt jafnaði svo metin á sjöttu mínútu uppbótartíma með ekki síðra skallamarki og þar við sat.

Mörkin tvö og helstu færin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert