Tilþrifin: Klúður City voru dýrkeypt

Manchester City missteig sig illa er Englandsmeistararnir gerðu jafntefli gegn Nottingham Forest, 1:1, á City Ground í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. 

Bernardo Silva kom City yfir undir lok fyrri hálfleiksins með góðu skoti utan teigs. Eftir það fengu Phil Foden og Erling Haaland svokölluð dauðafæri til að ganga frá leiknum en fóru ansi klaufalega með þau. 

Er sex mínútur voru eftir jafnaði Chris Wood metin fyrir Forest-liðið eftir góða skyndisókn og við stóð.

Mörkin og þá aðallega klúðrin má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert