Marcus Tavernier var hetja nýliða Bournemouth þegar liðið vann mikilvægan 1:0-sigur á Wolverhampton Wanderers í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Sigurmark Tavernier kom í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Dominics Solankes.
Með sigrinum fór Bournemouth upp úr fallsæti.
Markið ásamt helstu færunum úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.