Ísraelinn Manor Solomon skoraði sigurmark Fulham í gífurlega sterkum útisigri á Brighton, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.
Solomon kom inn á sem varamaður á 88. mínútu og setti sigurmarkið sex mínútum síðar. Þessi úrslit eru frábær fyrir Fulham-liðið sem kom sér fyrir ofan Brighton í sjötta sætið með 38 stig.
Sigurmarkið og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.