Tottenham hafði betur gegn West Ham, 2:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Tottenham var sterkari aðilinn nánast allan leikinn og var nær því að skora í markalausum fyrri hálfleik.
Markið kom loks á 56. mínútu þegar bakvörðurinn Emerson Royal skoraði eftir undirbúning hjá öðrum bakverði, Ben Davis.
Heung-min Son bætti við öðru marki fyrir Tottenham á 72. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður, eftir sendingu frá Harry Kane og þar við sat.
Tottenham er í fjórða sæti með 42 stig en West Ham er í 18. sæti með 20 stig og enn í fallsæti.