Nokkur glæsileg mörk voru skoruð í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um helgina, en alls var skorað 21 mark í umferðinni.
James Ward-Prowse skoraði m.a. glæsilegt mark úr aukaspyrnu fyrir Southampton gegn Chelsea og Séamus Coleman skoraði ótrúlegt mark fyrir Everton gegn Leeds.
Bestu mörk umferðarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.