Nokkrar glæsilegar markvörslur litu dagsins ljós í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um helgina.
David De Gea í marki Manchester United og Alisson í marki Liverpool stálu senunni, því þeir áttu tvær vörslur hvor, af þeim bestu í umferðinni.
De Gea lék afar vel í sigri United á Leicester og Alisson stóð mjög vel fyrir sínu í sigri Liverpool á Newcastle.
Vörslurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.