Everton og Liverpool sektuð fyrir átökin

Roberto Firmino, Diogo Jota, Seamus Coleman, Virgil van Dijk og …
Roberto Firmino, Diogo Jota, Seamus Coleman, Virgil van Dijk og Andy Robetsson ræða málin á hliðarlínunni í leik Liverpool og Everton. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnusambandið hefur sektað bæði Everton og Liverpool vegna stimpinga milli leikmanna liðanna í viðureign þeirra í úrvalsdeildinni á dögunum.

Everton var sektað um 40 þúsund pund, rúmlega 7 milljónir íslenskra króna, og Liverpool um 25 þúsund pund, eða rúmar 3,8 milljónir íslenskra króna.

Stimpingarnar fóru af stað eftir sprett Andy Robertsons með boltann, eftir að dæmt var á hann en nokkrir leikmenn Everton brugðust illa við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert