Enska knattspyrnusambandið hefur kært Leeds United og Everton til aganefndar sambandsins vegna atviks í leik liðanna í úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Undir lok fyrri hálfleiks brást Dwight McNeil, kantmaður Everton illa við tæklingu frá Tyler Adams, miðjumanni Leeds. Leikmönnum var hrint á báða bóga og fjögur gul spjöld fóru á loft.
Félögin hafa nú verið kærð fyrir ósæmilega framkomu leikmanna og fyrir að hafa ekki stjórn á þeim.
Fyrr í þessari viku var Everton sektað um 25 þúsund pund vegna svipaðs atviks í leik liðsins gegn Liverpool á dögunum.