Pickford heldur áfram hjá Everton

Jordan Pickford ver mark Everton áfram næstu árin.
Jordan Pickford ver mark Everton áfram næstu árin. AFP/Paul Ellis

Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englendinga, leikur áfram með Everton næstu árin en þetta staðfesti Sean Dyche knattspyrnustjóri félagsins á fréttamannafundi í dag.

Everton hefur ekki gefið neitt formlega út um málið en Pickford átti rúmt ár eftir af samningi sínum. Nýr samningur er sagður vera til ársins 2027 og í honum er ekkert ákvæði um að hann sé laus ef Everton fellur úr úrvalsdeildinni.

Pickford, sem er 28 ára gamall, hefur leikið með Everton í sex ár en félagið keypti hann af Sunderland fyrir 30 milljónir punda. Hann hefur leikið 222 leiki með Everton og verið aðalmarkvörður enska landsliðsins undanfarin ár en hann á 50 landsleiki að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert