Enski knattspyrnumaðurinn Bukayo Saka hefur komist að samkomulagi við Arsenal um nýjan langtímasamning.
Saka var samningsbundinn út næstu leiktíð, en nú er ljóst að sóknarmaðurinn verður hjá félaginu næstu árin.
Samningaviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og var á tímabili óvíst hvort leikmaðurinn og félagið kæmust að samkomulagi.
Saka hefur verið einn besti leikmaður Arsenal á leiktíðinni og skorað tíu mörk og gefið átta stoðsendingar. Liðið er með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Gabriel Martinelli framlengdi á dögunum samning sinn við Arsenal og er félagið staðráðið í að halda sínum bestu leikmönnum.