Manos Solomon skoraði glæsilegt jöfnunarmark fyrir Fulham er liðið gerði 1:1-jafntefli við Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Pablo Sarabia hafði komið Fulham yfir, en Solomon jafnaði með glæsilegu skoti í bláhornið fjær, við horn vítateigsins.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.