Newcastle er pirrandi lið

Erik ten Hag er ekki hrifinn af leikaðferð Newcastle.
Erik ten Hag er ekki hrifinn af leikaðferð Newcastle. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut föstum skotum á mótherjana í úrslitaleik deildabikarsins, Newcastle, á fréttamannafundi í dag.

Ten Hag benti á að í leikjum Newcastle væri boltinn minnst í leik af öllum 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar og að leikmenn liðsins væru sérfræðingar í að tefja.

„Þeir eru pirrandi lið,“ sagði Hollendingurinn og þegar hann var beðinn um að útskýra þau ummæli sín frekar, sagði hann:

„Þeir reyna stöðugt að pirra mótherjana og þeim hefur tekist það mjög vel. Við þurfum að ná upp hraða í okkar leik, við verðum að einbeita okkur að því að spila fótbolta, og engu öðru, og ekki láta aðra hluti fara í taugarnar á okkur,“ sagði Erik ten Hag.

Úrslitaleikur liðanna fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudaginn klukkan 16.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert