Skiptu með sér stigunum í London

Hugo Bueno og Bobby Decordova-Reid eigast við í kvöld.
Hugo Bueno og Bobby Decordova-Reid eigast við í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Fulham og Wolves skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Craven Cottage, heimavelli fyrrnefnda liðsins, í kvöld.

Pablo Sarabia kom Wolves yfir á 23. mínútu, með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Kom hann til Wolves frá París SG í janúar.

Manor Solomon jafnaði fyrir Fulham á 64. mínútu og þar við sat.

Fulham er í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig. Wolves er í 15. sæti með 24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert