Manchester City vann auðveldan 4:1-útisigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Sóknarmennirnir Julián Álvarez og Erling Haaland komu City í 2:0 á fyrstu 29 mínútunum og Phil Foden bætti við þriðja markinu fyrir hlé.
Chris Mepham bætti við fjórða marki City er hann setti boltann í eigið mark. Jefferson Lerma lagaði aðseins stöðuna fyrir Bournemouth á 83. mínútu, 4:1.
City er því áfram í öðru sæti og nú með 55 stig, tveimur minna en topplið Arsenal. Bournemouth er í 19. og næstneðsta sæti með 21 stig.