Liverpool missteig sig í London

Andrew Robertson og Jordan Ayew eigast við í kvöld.
Andrew Robertson og Jordan Ayew eigast við í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Liverpool og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli í lokaleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Báðum liðum gekk illa að skapa sér góð færi og þurftu markverðir beggja liða lítið að taka á honum stóra sínum.

Cody Gakpo komst nálægt því að skora fyrir Liverpool um miðjan seinni hálfleik en hann skaut rétt framhjá eftir sendingu frá Mo Salah. Skömmu á undan hafði Salah sett boltann í slána úr teignum.

Palace fékk einnig sín færi, en tókst ekki að reyna almennilega á Alisson í marki Liverpool og skiptust liðin því á jafnan hlut.

Liverpool er í sjöunda sæti með 36 stig og Palace í 12. sæti með 27 stig.

Crystal Palace 0:0 Liverpool opna loka
90. mín. Palace líklegra til að skora, en tíminn er að renna út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert