Hefur átt erfitt andlega

Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea.
Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. AFP/Ina Fassbender

Graham Potter, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að andleg heilsa hans hafi beðið hnekki eftir að hann hafi fengið óskemmtilegar tölvupóstssendingar í kjölfar slaks gengis liðsins.

Chelsea hefur aðeins unnið tvo af síðustu 14 leikjum í öllum keppnum og liðið tapaði síðasta leik í deildinni gegn botnliði Southampton.

„Ég hef fengið skilaboð um að fólk vilji að ég láti lífið. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíkar sendingar.“

Þá segir Potter að sumir póstarnir hafi vísað til fjölskyldu hans sömuleiðis.

„Líf okkar undanfarið hefur ekkert verið sérstakt. Að mæta til vinnu og mæta ókvæðisorðum fóks er bara ekkert gaman. Ég gæti sagt að slíkt trufli mig ekki en þá væri ég að ljúga. Það skiptir alla máli hvað fólk hugsar um þá, þannig eru við mennirnir forritaðir.“

Félagið stendur þétt að baki sínum manni og styður hann og fjölskyldu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert