Burnley vann sinn 22. sigur í 34 tilraunum í ensku B-deildinni í dag er liðið vann sannfærandi 4:0-heimasigur á Huddersfield.
Jóhann Berg Guðmundsson var í miklu stuði hjá Burnley, lék allan leikinn og lagði upp tvö mörk.
Burnley er í toppsætinu með 76 stig og er orðið næsta víst að liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.