Leeds og West Ham úr fallsæti

Junior Firpo fagnar sigurmarkinu.
Junior Firpo fagnar sigurmarkinu. AFP/Oli Scarff

Leeds og West Ham komu sér upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sigrinum í fallbaráttuslögum í dag.

Leeds hafði betur gegn Southampton á heimavelli í sex stiga leik. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Junior Firpo sigurmark Leeds á 77. mínútu. Leeds-liðið er nú í 17. sæti, einu stigi á undan Everton og fallsvæðinu. Southampton er á botninum með 18 stig.

Sigur West Ham á Nottingham Forest á heimavelli var öllu öruggari, en lokatölur urðu 4:0. Danny Ings skoraði tvö fyrstu mörkin á 70. og 73. mínútu og þeir Declan Rice og Michail Antonio bætti við tveimur mörkum undir lokin. West Ham er í 16. sæti með 23 stig og Forest í 13. sæti með 25 stig.

Everton er komið í fallsæti á ný eftir tap á heimavelli fyrir Aston Villa, 0:2. Ollie Watkins kom Villa yfir með marki úr víti á 63. mínútu og Emiliano Buendía bætti við öðru markinu á 81. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert