Manchester City átti ekki í vandræðum með að vinna 4:1-sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Julian Álvarez, Erling Haaland og Phil Foden voru allir búnir að skora, þegar Bournemouth skoraði sjálfsmark. Jefferson Lerma lagaði stöðuna í lokin.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.