Declan Rice skoraði fallegasta mark leiksins er West Ham fagnaði 4:0-heimasigri á Nottingham Forest í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Danny Ings gerði tvö fyrstu mörkin og Michail Antonio gulltryggði sigurinn, eftir að Rice hafði skorað þriðja markið.
Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.