Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, skrifaði undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við Everton í gær.
Pickford, sem er 28 ára gamall, hefur leikið með Everton í sex ár en félagið keypti hann af Sunderland fyrir 30 milljónir punda. Hann hefur leikið 222 leiki með Everton og verið aðalmarkvörður enska landsliðsins undanfarin ár en hann á 50 landsleiki að baki.
Í spilaranum hér að ofan má sjá stórkostlega markvörslu Englendingsins í leik gegn Chelsea á síðasta keppnistímabili en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.