Pickford áfram hjá Everton - stórkostleg tilþrif

Jor­d­an Pickford, landsliðsmarkvörður Eng­lands, skrifaði undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við Everton í gær.

Pickford, sem er 28 ára gam­all, hef­ur leikið með Evert­on í sex ár en fé­lagið keypti hann af Sund­erland fyr­ir 30 millj­ón­ir punda. Hann hef­ur leikið 222 leiki með Evert­on og verið aðal­markvörður enska landsliðsins und­an­far­in ár en hann á 50 lands­leiki að baki.

Í spilaranum hér að ofan má sjá stórkostlega markvörslu Englendingsins í leik gegn Chelsea á síðasta keppnistímabili en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert