Tilþrifin: Fyrirliðinn bjargaði óvart marki

Crystal Palace og Liverpool gerðu í kvöld markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Bæði lið fengu færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki. Trent Alexander-Arnold var nálægt því að koma Liverpool yfir með marki beint úr aukaspyrnu, en fyrirliðinn Jordan Henderson var að lokum fyrir og kom í veg fyrir mark.

Aukaspyrnu Alexanders-Arnolds má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, ásamt öðrum svipmyndum úr leiknum. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert