Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló í gær markamet hjá leikmanni Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann skoraði eitt marka liðsins í útisigri á Bournemouth, 4:1.
Haaland hefur nú skorað 27 mörk í aðeins 24 leikjum með City á tímabilinu en félagsmetið á heilu tímabili frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992 átti Sergio Agüero. Han nskoraði 26 mörk í deildinni tímabilið 2014-15.
Haaland gæti spilað fjórtán leiki í viðbót og á raunhæfa á að slá félagsmetið frá upphafi. Það met á Tommy Johnson sem skoraði 38 mörk fyrir City í efstu deild tímabilið 1928-29.
Næsthæstur er Francis Lee sem skoraði 33 mörk fyrir City í deildinni tímabilið 1971-72.
Haaland er langmarkahæstur í deildinni á þessu keppnistímabili en næstur á eftir honum er Harry Kane sem hefur skorað 17 mörk fyrir Tottenham. Síðan koma Marcus Rashford hjá Manchester United og Ivan Toney hjá Brentford sem hafa skorað 14 mörk hvor.