Jafntefli sanngjörn niðurstaða

Patrick Vieira og Jürgen Klopp takast í hendur að leik …
Patrick Vieira og Jürgen Klopp takast í hendur að leik loknum. AFP/Glyn Kirk

„Ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða,“ sagði Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, í kjölfar leiks liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Selhurst Park í gær.

„Við fengum færi. Á móti fimm bestu liðunum í deildinni ertu ekki að fara að skapa mjög mikið. Við áttum að skora. Auðvitað er maður pirraður yfir því að nýta ekki færin, sérstaklega í svona stórum leik á moti þetta sterku liði.“

Vieira er ánægður með leikmannahópinn.

„Við erum með góðan leikmannahóp og leikmennirnir sýndu hvað þeir geta í dag. Ég er stoltur af því hugarfari sem þeir sýndu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert